So Connect

FDE (France Développement Électronique) sérhæfir sig í þróun og framleiðslu lækningatækja með áherslu á lyfjagjafalausnir. SO-CONNECT lyfjapumpan frá FDE var hönnuð til að tryggja nákvæma lyfjagjöf í heimahúsum t.d. við Parkinsonsjúkdóm og ónæmisbresti. Hún er nett og auðveld í notkun, hefur snertiskjá og Bluetooth-tengingu fyrir örugga gagnaflutninga.

Pumpan er framleidd í Frakklandi og styður 20, 30 og 50 ml sprautur, sem gerir hana hentuga fyrir notkun bæði á sjúkrahúsum og til heimanotkunar.

Vefsíða FDE
Close
Close

Fyrirspurn um vöru