
Medtronic
Medtronic er eitt stærsta og rótgrónasta fyrirtæki heims á sviði lækningavísinda og hefur um áratugaskeið þróað lausnir fyrir greiningu, meðferð og eftirfylgd með sjúklingum. Vöruframboð fyrirtækisins er fjölbreytt og nær meðal annars til skurð-, hjarta- og taugalækninga.
Fastus og Medtronic eru samstarfsaðilar og hafa í áraraðir unnið saman að framboði og þjónustu á lækningatækjum og búnaði fyrir heilbrigðisstofnanir. Samstarfið byggir á reynslu, faglegri ráðgjöf og kröfum um áreiðanleg tæki í daglegu klínísku starfi.
Vefsíða Medtronic