
Titringsplata V20
Ekki til á lager
Tunturi Titringsplata V20
Fjölhæft æfingatæki sem býður upp á marga kosti fyrir líkamann. Með því að nota titring og sveifluhreyfingu hjálpar hún til við að brenna fitu, byggja upp vöðva, bæta beinþéttni og auka blóðrás. Auk þess getur hún hjálpað til við að draga úr ásýnd appelsínuhúðar.
Tunturi Cardio Fit V20 getur verið gagnleg fyrir fólk sem glímir við fitubjúg þar sem hún eykur blóðrás og dregur úr vökvasöfnun í vefjum með því að örva sogæðakerfið og stuðla að losun umframvökva í líkamanum sem er lykilatriði í meðhöndlun fitubjúgs. Titringurinn örvar vefi og hjálpa til við að bæta teygjanleika húðar og vöðva.
Helstu eiginleikar:
- Þrjár stillingar: tækið býður upp á sveiflur (oscillation), titring (vibration) og samsettningu af bæði sveiflu og titring.
- Fjölbreyttar hraðastillingar: Með 30 mismunandi hraðastillingum er hægt að aðlaga æfingarnar að þínum þörfum og getu.
- Forstillt prógrömm: Tækið er með þrjú forstillt prógrömm og þrjár handvirkar stillingar til að veita fjölbreytni í æfingum.
- Fjarlæganlegur stóll fylgir með tækinu sem hentar fyrir æfingar á hálsi, öxlum, baki, kvið og lærum.
- Auðvelt er að flytja titringsplötuna og geyma: Með innbyggðum fluttningshjólum er auðvelt að færa tækið til og geyma þegar það er ekki í notkun.
- Þolir 150kg.
Tunturi Cardio fit V20 titringsplata er tilvalin fyrir þá sem vilja bæta líkamsástand sitt á áhrifaríkan hátt heima fyrir. Með fjölbreyttum stillingum og aukahlutum býður hún upp á margvíslega æfingamöguleika sem henta bæði byrjendum og lengra komnum.
Notkunarráð fyrir fólk með fitubjúg:
- Stuttar æfingar: Byrjaðu með mildan titring í 5-10 mín og auktu smám saman
- Aðstoð við læknismeðferð: Titringsplatan ætti að vera hluti af heildarmeðferð sem inniheldur heilsusamlegt mataræði og hreyfingu.
- Ef þú ert með alvarlegan bjúg eða undirliggjandi sjúkdóma, eins og hjartavandamál eða nýrnasjúkdóma, skaltu ráðfæra þig við lækni áður en þú notar tækið.