Sjúkrabílar

Box sjúkrabílar
Fastus býður upp á háþróaða box-sjúkrabíla frá BAUS AT sem eru sérhannaðir fyrir þarfir sjúkraflutningateyma. Kassarnir bjóða upp á meiri vinnurými, betri aðgengi að sjúklingum og aukin þægindi fyrir starfsfólk.
Innviðir kassans eru hannaðir til að auðvelda uppsetningu sjúkrabúnaðar, bekkja og sjúkrabara.

A1/A2 Flutnings- sjúkrabílar
Léttir og hagkvæmir flutningssjúkrabílar frá BAUS AT, hannaðir samkvæmt EN 1789 staðli fyrir öruggan og þægilegan flutning sjúklinga sem sitja eða liggja. Hentar vel fyrir innanbæjarflutninga og milli stofnana, með möguleika á sveigjanlegum innréttingum og vali á undirvagni.
Þeir eru ekki ætlaðir fyrir bráðatilfelli en henta vel fyrir reglubundna sjúkraflutninga þar sem ekki er þörf á sérhæfðri læknisþjónustu á meðan á flutningi stendur.

B/C Van sjúkrabílar
Alhliða sjúkrabílar af gerð B og C frá BAUS AT. Bílarnir eru byggðir á sendibílum og hannaðir fyrir bráðaþjónustu og meðhöndlun á vettvangi. Þeir bjóða upp á örugga og sveigjanlega innréttingu sem uppfyllir EN 1789 öryggisstaðla. Rauði krossinn á Íslandi notar þessa bíla í sínum daglega rekstri.