Sykursýki
Síur

Nýtt og einfaldara pöntunarferli fyrir Dexcom og Omnipod
Við höfum uppfært pöntunarferlið til að gera þér enn auðveldara fyrir! Við tökum því ekki lengur við pöntunum á Dexcom og Omnipod í gegnum pöntunareyðublað því nú getur þú einfaldlega sett vörurnar beint í körfuna í vefversluninni og gengið frá pöntun þar á öruggan og aðgengilegan hátt.
Athugið: Til að panta þarf að vera með gilda innkaupaheimild frá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ).
Ekki er hægt að versla aðrar vörur á sama tíma og pöntun er gerð.
Hvernig panta ég Dexcom og Omnipod?
- Farðu á fastusheilsa.is/sykursyki og veldu vöruna sem þú vilt panta eða veldu hana úr listanum hér fyrir neðan.
- Stilltu magnið sem þú vilt panta og smelltu á „Bæta í körfu“. Athugaðu að þak er á því magni sem panta má í einu.
- Smelltu á körfutáknið uppi í hægra horninu og veldu „Ganga frá kaupum“.
- Þú verður beðin(n) um að skrá þig inn með rafrænum skilríkjum ef þú ert ekki þegar innskráð(ur).
- Veldu afhendinamáta.
- Smelltu á "Greiðslumáti" og veldu „Greitt af Sjúkratryggingum Íslands“
- Staðfestu pöntunina.
Þú færð staðfestingarpóst þegar pöntunin hefur verið móttekin.
Panta vörur
Ef eitthvað er óljóst, ekki hika við að hafa samband!





