
Tigo 632 handa- og fótahjól, rafmagns
Thera-trainer Tigo 632 er handa- og fótahjól með stuðningsmótor og 7" lita snertiskjá. Mótor í fótahjóli er 240 wött, mótor í handahjóli er 100 wött. Stillanleg spasmavörn sem hægt er að slökkva á. Raddstýrður öryggisrofi til að slökkva á tæki ef eitthvað kemur upp og næmi er stillanlegt.
Skjárinn er með þægilegu, íslensku viðmóti. Hjólið býður upp á nokkur þjálfunarprógrömm, t.d. almenna þolþjálfun og hjartaþjálfun (Wött). Hægt er að stilla inn tímalengd þjálfunar.
Grunneiningin er stillanleg að lengd og er með hjólum til að auðvelda flutning. Fætur eru festir í pedala með frönskum rennilás. Snúningsradius pedalanna er hægt að stilla á tvo vegu. Aukahlutir eru t.d. smellufestingar fyrir fætur (í pedala), stillanlegur kálfastuðningur og veltivörn fyrir stól/hjólastól.
Handahjólið er með kræklóttum handföngum sem bjóða upp á marga möguleika varðandi grip. Einnig fylgja með öryggishandföng til að nota þegar fótahjólið er eingöngu í notkun. Handahjólið er auðvelt að stilla, bæði hæð og fjarlægð frá einstaklingi. Griphanskar fyrir einstaklinga með slakt grip eru fáanlegir.
Hjólið hentar mjög vel til þjálfunar með Motiview-sýndarveruleikanum.



