


Höggbylgjur Shockmaster 500
Gymna Shockmaster 500 er glæsilegt höggbylgjutæki með mjög hljóðlátri olíukompressu og vagni með skúffu fyrir aukahluti.
Mögulegt að hafa tvö höfuð tengd, eitt fylgir með. Kemur með 15mm applicator, 15mm deep impact og D-Actor 20mm applicator.
Hámarksþrýstingur 5 bör, tíðni 21Hz, tíðni með V-actor 35Hz.
Tækið er með 10" snertiskjá og er afar notendavænt. Það býður upp á frjálsa meðferð (quick start), forstillt prógrömm (þeim fjölgar ört þar sem rannsóknum á meðferðinni fjölgar). Leiðbeint er um þrýsting í meðferð, tíðni högga og fjölda auk þess sem myndir koma á skjáinn sem leiðbeina um staðsetningu. Hægt að vista prógrömm fyrir fjölda skjólstæðinga (undir nafni).
Medical E-book er innbyggð í tækið. Uppfærsla á hugbúnaði
Gymna framleiðir einnig Shockmaster 300, sem er mun minna tæki og mögulegt að flytja það með sér.