



Vertebradyn Vario mjóbakshlíf með spöngum, stillanleg
Á lager
Vertebradyn Vario frá Sporlastic er sterk og fjölhæf spelka fyrir mjóbakið, hönnuð fyrir þá sem þurfa mikinn stöðugleika. Spelkan veitir mjög góðan stuðning en leyfir samt hreyfingu þegar þess er óskað. Hún hentar vel þegar um er að ræða alvarlegri ástand í mjóhryggnum eða þegar þörf er á að aðlaga stuðninginn eftir því sem bati eykst. Spelkan er búin innbyggðum, líffærafræðilega (anatomic) mótuðum stálspöngum og ströppum, sem hægt er að fjarlæga, sem auka verulega stöðugleikann.
Sílikonpúðar með mjúkum doppum (Pelotte) nudda og örva mjóbaksvöðvana, draga úr spennu og auðvelda bata. Spelkan er úr teygjanlegu efni sem andar vel og hentar vel fyrir lengri notkun.
Helstu eiginleikar:
- Sterk og stillanleg spelka fyrir aukinn stuðning og jafnvægi
- Hægt að fjarlægja ströppur og nota mismunandi púða til að stilla stífleika og stuðning í takt við bata
- Formaðir stálstafir (gormstál) veita mikinn stuðning við hrygginn
- Púðar nudda og örva vöðva, sem léttir á verkjum og spennu
- Hentar fyrir alvarlega og bráða bakverki, slitgigt, eða sem stuðningur eftir ákveðnar aðgerðir
- Andar vel og hentar fyrir lengri notkun yfir daginn
Stærðir:
X-Small: mittismál 70-80 cm
Small: mittismál 80-90 cm
Medium: mittismál 90-100 cm
Large: mittismál 100-110 cm
X-Large: mittismál 110-120
XXL: mittismál 120-130 cm
Hægt að fá framlengingu á öll bakbelti frá Sporlastic, 25 cm





