




sentida SC hjúkrúnarrúm 90cm
sentida SC er vandað hjúkrunarrúm frá Wissner-Bosserhof
Vandað rúm sem hannað er með það að markmiði að stuðla að sjálfstæði notanda, auka öryggi og bæta vinnuaðstæður heilbrigðisstarfsfólks.
Viðargaflar og hliðar gefa fallegt yfirbragð. Standard viður er beyki og útlit gafla Df.
Ath. hægt að fá aðrar viðartegundir og útlit gafla sé þess óskað.
Helstu eiginleikar:
- Tvískiptar hliðargrindur, hægt að hafa alveg uppi eða að hluta, eftir þörfum
- Fjórskiptur rafdrifinn rúmbotn, lyftihæð 23-80cm
- Frí hæð frá gólfi 15cm
- Hægt að setja í hjartasetstöðu (anti-trendelenburg staða)
- 100mm hjól, samlæst fótstigin bremsa
- Standard dýnumál: 90x200cm
- Hægt að lengja rúmbotn í 210cm og 220cm
- Lyfigeta 275kg / hámarksþyngd notanda 235kg
Hægt að fá aðrar stærðir sé þess óskað