Fastus heilsa býður áreiðanleg og afkastamikil rafmagnsverkfæri frá Stryker. Vörulínan inniheldur háhraðaborvélar, sagir og borvélar fyrir stórbein, auk fjölbreyttra fylgihluta sem hjálpa skurðlæknum að sérsníða lausnir eftir þörfum hverju sinni.
Traumavörur frá Stryker fyrir liðskipti- og bráðaaðgerðir eru meðal þeirra fremstu í heiminum í dag. Vörulínan er fjölbreytt og allur búnaður hannaður með öryggi sjúklinga og skilvirkt vinnuflæði skurðlækna að leiðarljósi.
Liðspeglunarbúnaður frá Stryker, þar á meðal verkfæri og tæki fyrir aðgerðir í öxlum, hnjám, ökklum og fleiri liðum, er hannaður til að styðja við örugga og árangursríka enduruppbyggingu liðvefja.