Lækningatæki

FiltersSíur
0
Raða eftirArrow head down
Upphafsröðun
Ódýrast efst
Dýrast efst

DaVinci

Da Vinci er Aðgerðarþjarki (róbót) nýtist til margvíslegra skurðaðgerða, sérstaklega við þvagfæraskurðlækningar sem og aðgerðir á grindarholslíffærum kvenna. Inngripið verður minna en með hefðbundinni aðferð, hægt að hlífa betur nærliggjandi líffærum og viðkvæmri starfsemi og stuðla þannig að skjótari bata. Segja má að þjarkinn sé framlenging á fingrum skurðlæknisins þannig að allar hreyfingar hans verði nákvæmari.  Sýn skurðlæknisins í aðgerðarþjarkanum er auk þess framúrskarandi góð.

Nánar

CUSA

Ultrasonic tissue ablation system eða CUSA er meðal annars notað í aðgerðum á heila og lifur. CUSA er tæki sem notar hátíðnihljóð til að skera en á sama tíma er notast við lokað vatnskælikerfi til að draga úr hita sem myndast við aðgeðina sem sogaður er jafn óðum í burt.

Nánar

Biolitec laser

Biolitec laser er díóðu laser sem notður er m.a. í aðgerðir til að meðhöndla æðahnúta, gyllinæð, fistla eða endurtekin blöðruæxli. Bilolitec hefur þá sérstöðu að hægt er að velja um mismunandi bylgjulengdir þ.e. 980nm og 1470 nm og allt þar á milli. Með því er hægt að stýra þeirri orku sem nota þarf í hverju tilfelli. Hvort sem það á að skera, fjarlægja, brenna eða stoppa blæðingu. 

Biolitec laserinn notar mismunandi laserþræði allt eftir því hvaða aðgerð á að framkvæma. Hönnun þeirra ásamt vali á bylgjulengd gerir það að verkum að lasermeðferðin verður nákvæmari og skaðar ekki nálæga vefi.

Biolitec®  laser er alþjóðalega viðurkennd aðferðarfræði sem er vottuð sem hefur verið notuð víða um heim á virtum heilbrigðisstofnunum til margra ára og er talin ein sú besta sem völ er á í heiminum í dag.

Margar óháðar rannsóknir hafa sýnt að lasermeðferð með Biolitec®  laser er örugg og gefur góðan  árangur borin saman við sambærilegar eða aðrar aðferðir. Ávinningar hennar er margvíslegir og má þar m.a. nefna:

  • Skjótari bati
  • Litlir sem engir verkir
  • Lítil eða engin blæðing
  • Engir saumar/skurðir
  • Hægt að framkvæma í stað- eða þandeyfingu
Close
Síur
Close
Verðbil
Minus sign
0100.000
0 kr.100.000 kr.
Close

Fyrirspurn um vöru