LIFEPAK CR2 hjartastuðtæki
Á lager
LIFEPAK CR2 er alsjálfvirkt hjartastuðtæki, ætlað til almenningsnotkunar. Tækið er mjög einfalt í notkun og krefst ekki sérfræðiþekkingar. Tækið er tilbúið til notkunar um leið og það er opnað og byrjar strax að tala til notandans og gefa fyrirmæli um hvað á að gera.
Helstu eiginleikar Lifepak CR2
Einfaldleiki:
Ætlað til almeninngsnota.
Er tilbúið til notkunar um leið og lok tækis er opnað.
Tungumál:
Tungumál tækis er íslenska en auðvelt að velja ensku með einum rofa.
Barnastilling:
Tækið kemur með barnastillingu sem valin er með einum rofa.
Rafskaut tilbúin:
Rafskautin eru tekin beint af tæki og komið fyrir á brjóstkassa sjúklings.
Stuttur viðbragðstími:
Getur gefið fyrsta rafstuð innan 10 sekúndna.
Rafstuðskraftur:
Hæsta mögulega rafstuð er 360 J
Tónmerki og taktur:
Tækið gefur frá sér tónmerki fyrir tíðni og takt hjartahnoðs.
Árangursríkari endurlífgun:
Ekki þarf að stoppa hjartahnoð á meðan tækið metur ástand hjartans.
Breytilegur raddstyrkur:
Tækið nemur umhverfishljóð og hækkar í raddskipun við aukinn umhverfishávaða.
Ábyrgð og viðhald:
Ábyrgðartími tækjanna er 8 ár. Skipta þarf um rafhlöðu og rafskaut á 4 ára fresti.