Hjartastuðtæki Lifepak CR2
Lifepak CR2 er alsjálfvirkt hjartastuðtæki hannað til almenningsnotkunar. Tækið er notendavænt og krefst engrar sérfræðiþekkingar. Það er tilbúið til notkunar um leið og það er opnað og leiðbeinir notandanum skref fyrir skref með raddskipunum.
Helstu eiginleikar LIFEPAK CR2:
- Einfaldleiki: Tækið er hannað fyrir almenning og er tilbúið til notkunar strax við opnun.
- Tungumál: Tungumál tækis er íslenska en auðvelt að velja ensku með einum rofa.
- Barnastilling: Með einum rofa er hægt að virkja barnastillingu.
- Rafskaut: Rafskaut eru tilbúin til notkunar og tekin beint af tækinu til að setja á brjóstkassa sjúklings.
- Stuttur viðbragðstími: Tækið getur gefið rafstuð innan 10 sekúndna sé þess þörf.
- Rafstuðskraftur: Hámarks rafstuð er 360 J.
- Taktur og tónmerki: Leiðbeinir notanda um tíðni og takt hjartahnoðs með skýrum tónmerkjum.
- Samfellt hjartahnoð: Tækið metur hjartslátt án þess að þurfa að stöðva hjartahnoð.
- Breytilegur raddstyrkur: Tækið stillir raddstyrk sjálfkrafa eftir umhverfishávaða.
- Ábyrgð og viðhald: 8 ára ábyrgð. Rafhlaða og rafskaut þarf að skipta um á fjögurra ára fresti.
Lifepak CR2 – Hjartastuðtækið sem bjargar mannslífum
Hjartastopp getur átt sér stað hvenær sem er og hjá hverjum sem er – óháð aldri eða líkamsástandi. Erlendar rannsóknir sýna að hjartastopp á vinnustað á sér stað í 13% tilvika. Með því að veita meðferð með hjartastuðtæki aukast lífslíkur sjúklinga úr um 5% í yfir 50%.
Ein áhrifaríkasta leiðin til að bjarga lífi við hjartastopp er að gefa rafstuð eins fljótt og auðið er. Rafstuð innan þriggja mínútna frá hjartastoppi eykur lífslíkur um allt að 70%, en rafstuð innan einnar mínútu getur aukið lífslíkur um 90%.
Árið 2023 var meðalviðbragðstími sjúkraflutningamanna á neyðarbíl á höfuðborgarsvæðinu um 7 mínútur, án þess að telja með þann tíma sem fer í símtal og greiningu hjá Neyðarlínu.
Er þörf á fleiri en einu hjartastuðtæki á vinnustaðnum?
Á stórum vinnustöðum eða þar sem aðgengi að hjartastuðtæki er erfitt getur verið ráðlagt að hafa fleiri en eitt tæki til staðar. Sérfræðingar okkar geta farið yfir þessa þætti með ykkur og veitt leiðbeiningar um hentugustu lausnina.