Jay J2 Plus Fluid

Vörunúmer: SUNNJAY302220AFL

Á lager

Jay J2 Plus Fluid er sessa fyrir einstaklinga í yfirþyngd. Hún er með 300 kg burðargetu og er fáanleg í setbreidd 51-66 cm. Sessan er samsett úr mótuðum svampbotni með úrtaki fyrir læri og setbein og vökvafylltum púða sem liggur undir setbeinum. 

Hægt er að velja um 2 tegundir af áklæði:
1. Air Exchange - áklæði með góðri öndun sem dregur úr raka og hitamyndun á setsvæði.
2. Incontinence - vatnsfráhrindandi áklæði sem kemur í veg fyrir að vökvi komist að sessunni.

Notkun:
Fyrir einstaklinga í yfirþyngd
Meðal til mikil hætta á þrýstingssárum
Geta ekki hagrætt sér eða hreyft sig sjálf í sæti
Þurfa mikinn stuðning við setstöðu
Sitja í hjólastólnum margar klukkustundir í einu

Almennar upplýsingar:
Þyngd: 3,2 kg
Hæð: 9 cm
Hámarksþyngd notanda: 300 kg 
Close
Close

Fyrirspurn um vöru