Empulse R20 aflbúnaður fyrir aðstoðarfólk
Á lager
Hjálparmótor fyrir aðstoðarfólk
Empulse R20 er einfaldur aflbúnaður sem auðveldar aðstoðarfólki að keyra hjólastólinn áfram.
Einstaklega fyrirferðalítill og léttur búnaður sem samanstendur af:
Mótor og dekki sem fest er undir stólinn.
Rafhlöðu sem hengd er á bak stólsins.
Stjórnbúinaði sem festist á keyrsluhandfang.
Heildarþyngd búnaðarins er einungis 5 kg og hægt er að festa hann á flestar gerðir krossramma- og hægindahjólastóla.
Auðvelt fyrir notanda hjólastólsins að keyra sig sjálfur þó búnaðurinn sé á stólnum og hægt er að leggja krossramma stóla saman með búnaðinn á. Einfalt að taka af og setja á hjólastólinn.
Tæknilegar upplýsingar:
Setbreidd hjólastóls: 32-60 cm
Hámarks drægni á einni hleðslu: 15 km
Hraði: 2-5 km/klst
Hámarks halli: 18% eða 10°
Hámarks burðargeta: 190 kg (þyngd notanda + stóls)
Mótorinn er ekki með bremsu sem heldur á móti þegar farið er niður brekku. Hægt að nota með bremsu fyrir aðstoðarfólk á hjólastól.