R82

Mustang göngugrind

Vörunúmer: R82A869011

Á lager

Í samningi við

Sjúkratryggingar

Göngugrind fyrir börn og unglinga með góðum stuðning við bol

Hentar fyrir breiðan hóp notenda allt frá þeim sem þurfa mikinn stuðning við bol og mjaðmagrind til þeirra sem geta tekið fullan þunga á fætur og þurfa minni stuðning.


Hægt að nota bæði framlæga eða baklæga.

Framlæg hentar grindin vel fyrir börn sem eru að byrja að læra að ganga, geta ekki tekið fullan þunga á fætur og þurfa stuðning við bol og mjaðmagrind.

Baklæg hentar grindin fyrir börn sem hafa öðlast betri göngufærni, hafa meiri stöðugleika í bol og geta tekið fullan þunga á fætur. 


Hægt er að halla grindinni fram á við um allt að 30° til að auðvelda gang og örva barnið til að taka skref.

Með grindinni fylgja bolstuðningur og setsegl.


Gott úrval aukahluta veitir möguleika á að útfæra grindina út frá þörfum notandans – sjá pöntunareyðublað og aukahlutalista.


Hámarks þyngd notanda:
stærð 1: 30 kg
stærð 2: 40 kg
stærð 3: 60 kg
stærð 4: 80 kg

 


Close
Close

Fyrirspurn um vöru