Nielsen sturtustóll 24" drifhjól - netabak
Á lager
Í samningi við
Sjúkratryggingar
HMN Nielsen er vandaður sturtu- og salernisstól með 24" drifhjólum og netabaki. Hægt er að velja um 2 sethæðir.
Ergonomisk hönnun á sæti með góðu úrtaki sem auðveldar aðgang við persónulegt hreinlæti. Undir sætinu er festing fyrir bekken.
Fótplötur eru hæðar og vinkilstillanlegar án verkfæra. Auðvelt er að taka fóthvílur af stólnum eða snúa þeim út á við til að auðvelda aðgengi og flutning.
Armar eru með mjúkri, stamri bólstrun. Hægt er að lyfta þeim upp og/eða fjarlægja til að auðvelda aðgengi að stólnum.
Öflug bremsa á afturdekkjum sem hægt er að stilla.
Hæðarstillanleg veltivörn fylgir stólnum.
Fjölbreytt úrval aukahluta s.s mjúkar setur með og án úrtaks, vinkilstillanlegar fóthvílur, kálfastuðningur, skvettivörn, belti, bolstuðningur, höfuðstuðningur ofl. Sjá aukahlutalista.
Tæknilegar upplýsingar:
Sethæð: 53 eða 59 cm
Setbreidd: 48,5 cm
Bil á milli arma: 47,5 cm
Setdýpt: 45 cm
Hámarksþyngd notanda: 150 kg
Utanmál: 101,5 eða 107,5 cm x 67 cm x 75 cm (HxBxL), lengd er án fótahvíla
Þyngd stóls: 18,2 kg
Hæð undir sæti: 45 eða 51 cm (með bekkenhaldara), 49 eða 55 cm (án bekkenhaldara.
Stærð framhjóla: 125 mm
Stærð afturhjóla: 24" með hraðlosun