M2 Multi Tip Big rafknúinn sturtustóll
Ekki til á lager
Í samningi við
Sjúkratryggingar
M2 Multi Tip Big er sterkbyggður sturtu- og salernisstóll með rafknúinni stillingu á sethæð og sethalla (tilt). Burðargeta 200 kg
Stiglaus rafknúin stilling á sethæð og sethalla veitir þægindi fyrir notanda og betri vinnuaðstæður fyrir aðstoðarfólk. Framhalli 5° og afturhalli 35°.
Seta með góðu úrtaki og armar úr mjúkum PU svampi. Armar eru upplyftanlegir með sjálfvirkri læsingu sem tryggir að þeir haldist í réttri stöðu þegar stólnum er hallað.
Bak úr netefni sem hægt að aðlaga að notanda og má þvo á 80°C
Lipur 150 mm dekk með vörn gegn óhreinindum og hárum. Bremsa á 3 hjólum og stefnulæsing á því fjórða.
Höfuðstuðningur er hæðar og dýptarstillanlegur. Mjaðmabelti fylgir stólnum.
Fjölbreytt úrval aukahluta s.s mjúk seta og lok á setu, vinkilstillanlegar fóthvílur, kálfastuðningur, skvettivörn, þverslá, höfuðstuðningar ofl. Sjá aukahlutalista.
Tæknilegar upplýsingar:
Sethæð: 52-101 cm
Setbreidd: 56 cm
Bil á milli arma: 54 cm
Setdýpt: 44 cm
Hámarksþyngd notanda: 200 kg
Sethalli (tilt): 5° fram og 35° aftur á bak.
Utanmál: sjá mynd
Bak: 53 x 43,5 cm BxH
Þyngd stóls: 40,5 kg
Stærð hjóla: 150 mm