Sykursýkisvörur
Nýtt app
Þú færð viðvaranir þegar blóðsykurinn stefnir í að verða hár, eða ef þú nálgast blóðsykurfall. Hægt er að stilla í hvaða blóðsykurgildi þú færð viðvaranir og einnig er hægt að stilla hringitón og hljóðstyrk á viðvörunum. Auðvelt er að stilla á „Silent“ stillingu þegar þess þarf.
Allt að 10 aðilar geta fylgt viðkomandi notanda og geta þannig séð í rauntíma blóðsykurinn í sínum snjallsíma, jafnvel þó þeir séu staðsettir fjarri þeim einstaklingi sem er með Dexcom sykurnemann.
Auðveldur í uppsetningu
Auðvelt er að setja upp sykurnemann sjálfur og aðeins þarf aðra höndina þegar Dexcom G7 er smellt á líkamann. Hægt er að vera með Dexcom á ýmsum stöðum á líkamanum, algengast er þó að fólk sé með hann á upphandlegg.
Þeir sem hafa áhuga á Dexcom sykurnema geta leitað til Göngudeildar Innkirtla á Eiríksgötu og Barnaspítalanum, eða innkirtlasérfræðings.